William Saliba varnarmaður Arsenal verður líklega áfram fjarveandi þegar næsta orusta liðsins fer fram á Anfield um komandi helgi.
Saliba meiddist í leik í Evrópudeildinni í mars og hefur sökum þess misst af tveimur leikjum í deildinni.
Saliba er meiddur í baki og hefur ekkert getað tekið þátt í æfingum Arsenal frá því að meiðslin tóku sig upp.
Arsenal heimsækir Liverpool um næstu helgi í leik sem gæti haft mikið að segja um það hvort Arsenal takist að verða enskur meistari.
Saliba hafði byrjað alla deildarleiki Arsenal fyrir meiðslin en Rob Holding hefur fyllt í hans skarð með miklum ágætum.