fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Verulega ósáttar með nýjustu auglýsinguna á Íslandi: Pétur tjáir sig – „Varð fyrir miklum vonbrigðum enn og aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna fordæma það hvernig auglýsing fyrir Bestu deild karla og kvenna er satt fram af Íslenskum toppfótbolta. Hafa samtökin tekið saman og sýnt hvernig hlutur kvenna er verulega skertur í auglýsingunni.

Auglýsingin sem Hannes Þór Halldórsson framleiddi hefur fengið mikið lof og þótt afar vel heppnuð en Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna telja hlut kvenna í henni ekki nægan.

„Þegar stjórn HKK sá auglýsinguna í fyrsta skipti þá var upplifunin vonbrigði. Við héldum í vonina um að ÍTF hefði ákveðið að gera tvær auglýsingar þetta árið og að seinni auglýsingin yrði kynnt í vikunni áður en konurnar hefja leik í Bestu Deildinni, og að þar yrðu konurnar í aðalhlutverki. Það hefði hins vegar verið stefnubreyting hjá ÍTF sem hefur lýst yfir vilja fyrir því að markaðssetja Bestu Deildina sem eitt vörumerki óháð kynjum. Stjórn HKK sendi því tölvupóst á ÍTF og óskaði eftir svörum en því miður voru svörin ekki viðunandi. ÍTF fær hins vegar tækifæri til að að svara opinberlega fyrir þessi atriði sem sett er út á og því ekki farið nánar út í þau samskipti hér,“ segir í yfirlýsingu HKK.

„Okkur til rökstuðnings höfum við tekið auglýsinguna og greint hana mjög ítarlega, sekúndu fyrir sekúndu, og eru niðurstöðurnar vægast sagt sláandi, en þær má sjá nánar á myndinni hér neðar. Að okkar mati er mjög margt alvarlegt við þessa niðurstöðu en fyrst og fremst teljum við að ÍTF hafi brugðist,“ segir í yfirlýsingu og er mynd birt málinu til stuðnings en Anna Þorsteinsdóttir er formaður samtakanna.

HKK segir að það sé mikilvægt fyrir börn og unglinga að sjá fyrirmyndir sínar. „ Við hljótum öll, árið 2023, að átta okkur á hvaða áhrif auglýsingar hafa og sérstaklega auglýsingar með fyrirmyndum og hetjum íslenskra barna og unglinga. Þessi auglýsing verður fyrir augum allra og dregur að sér áhorfendur enda auglýsingin að mörgu leyti vel gerð og leikstjórinn sérstaklega góður í að mynda stemningu í sínum verkum. Það á því ekki að þurfa að útskýra hversu mikil áhrif þessi auglýsing hefur á ungt fólk og almennt viðhorf hjá áhugafólki um knattspyrnu.“

Pétur einnig ósáttur:

Pétur Pétursson, þjálfari Vals er einnig gagnrýnin á það hvernig þessi auglýsing er framleidd. Hann segir kannski best að ÍTF sjái aðeins um knattspyrnu karla.

„Varð fyrir miklum vonbrigðum enn og aftur með ÍTF sem birti auglýsingu um Bestu deild kk og kvk. Gæti verið betra að ÍTF ætti bara að sjá um kk deildina eins og þeir gera mjög vel og láta kvk deildina vera hjá einhverjum öðrum sem hafa einhvern áhuga að gera hana af þeirri virðingu sem leikmenn eiga skilið,“ segir þjálfari Íslandsmeistaranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Í gær

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu