Hinn atvinulausi Julian Nagelsmann er líklegastur til þess að fá starfið hjá Chelsea eftir að Graham Potter var rekinn í gær.
Chelsea rak Potter eftir að hafa borgað 21 milljón punda fyrir hann síðasta sumar frá Brighton.
Nagelsmann var rekin frá Bayern fyrir tíu dögum síðan en ekki er talið líklegt að hann vilji taka við Chelsea fyrr en í sumar.
Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ansi líklegir til samkvæmt veðbönkum en báðir eru án vinnu.
Athygli vekur að Luis Enrique er hvergi nefndur til sögunnar en hann hætti með Spán eftir HM í Katar og hefur sagt frá því að hann vilji starfa á Englandi.
Fimm líklegustu samkvæmt veðbönkum:
Julian Nagelsmann 10/11
Mauricio Pochettino 7/2
Zinedine Zidane 6/1
Pep Guardiola 17/2
Oliver Glasner 10/1