Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.
11.sæti – Fram
Framarar þurfa að óttast falldrauginn í sumar en eftir frábært tímabil í fyrra er hætt við því að heilkennið sem fylgir oft öðru tímabili í efstu deild banki upp á. Fram hefur misst meira en liðið hefur sótt og gæti það verið áhyggjuefni.
Varnarleikur liðsins var ansi slakur á síðustu leiktíð og fékk liðið á sig 63 mörk í 27 leikjum, aðeins liðin sem féllu úr deildinni fengu fleiri mörk á sig. Fram hefur fengið þrjá leikmenn til sín í vetur en allir eiga það sameiginlegt að vera óskrifað blað í efstu deild, Adam Örn Arnarson hefur reynslu úr atvinnumennsku en hann lék með Breiðabliki og Leikni á síðustu leiktíð og fann ekki sitt besta form.
Spáin:
12 sæti – Fylkir
Fram hefur misst mikilvæga leikmenn og nægir þar að nefna Alex Frey Elísson og Almar Ormarsson sem áttu stóran þátt í því að Fram vegnaði vel á síðustuleiktíð. Guðmundur Magnússon skoraði sautján mörk á síðustu leiktíð og óvíst er hvort hann geti haldið uppteknum hætti.
Lykilmaður: Guðmundur Magnússon
Þjálfari: Jón Sveinsson
Heimavöllur: Framvöllur, Úlfarsárdal
Íslandsmeistarar: 18 sinnum
Komnir
Adam Örn Arnarson
Aron Jóhannsson
Orri Sigurjónsson
Farnir
Almarr Ormarsson
Gunnar Gunnarsson
Indriði Áki Þorláksson
Jesús Yendis
Alex Freyr Elísson