Luke Shaw hefur skrifað undir öll helstu gögn á nýjum samningi hjá Manchester United. Viðræður hafa staðið yfir síðustu vikur.
Vinstri bakvörðurinn hefur spilað vel undir stjórn Erik ten Hag á þessu tímabili.
Samningur Shaw mun nú gilda til ársins 2027 en Shaw er 27 ára gamall og kom til Manchester United sumarið 2014.
Klári Shaw þennan nýja samning verður dvöl hans hjá félaginu þrettán ár og möguleiki á framlengingu enda Shaw 31 árs þegar þessi samningur klárast.
Shaw á orðið fast sæti í enska landsliðinu en hann hefur náð fyrri styrk eftir erfið meiðsli og langan veg til baka.
After the verbal agreement reached last week, Luke Shaw has now signed main part of paperwork — new contract at Manchester United will be valid until June 2027. 🔴🤝🏻 #MUFC
Shaw never considered other options as he always wanted to stay. pic.twitter.com/YojXSMOakV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 3, 2023