Mohamed Salah leikmaður Liverpool vildi ekki sjá vatnsflösku sem liðstjóri hjá Liverpool rétti honum í tapinu gegn Manchester City á laugardag.
Salah eins og aðrir múslimar taka nú þátt í Ramadan. Ramadan sem er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.
Forðast skal að drekka eða borða og einnig allt kynlíf frá sólarrás fram til sólseturs.
Salah mátti því ekki samkvæmt hefðum fá sér vatn en hann var tekinn af velli í kringum 70 mínútu leiksins þar sem City slátraði Liverpool.
Margir furða sig á því að liðstjórinn hafi rétt Salah flösku af vatni en hann var fljótur að henda því frá sér. Atvikið má sjá hér að neðan.
No way they handed Mo Salah a water bottle whilst he’s fasting 📷📷 pic.twitter.com/SQFZRQ5rXy
— JeanBrown (@JeanBrownsco) April 2, 2023