fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Senda frá sér yfirlýsingu eftir gagnrýni á auglýsinguna – „Við munum bregðast við og taka ábendingunni“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn ÍTF hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls er varðar nýja auglýsingu fyrir Bestu deildina. Gagnrýnt hefur verið að konur séu í aukahlutverki í auglýsingunni.

Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna hafa fordæmt það hvernig auglýsing fyrir Bestu deild karla og kvenna er satt fram af Íslenskum toppfótbolta. Hafa samtökin tekið saman og sýnt hvernig hlutur kvenna er verulega skertur í auglýsingunni.

Meira:
Verulega ósáttar með nýjustu auglýsinguna á Íslandi: Pétur tjáir sig – „Varð fyrir miklum vonbrigðum enn og aftur“

Yfirlýsing ÍTF:
Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.

ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnt hátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna.

Áfram íslenskur fótbolti!
Virðingarfyllst, stjórn ÍTF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Í gær

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu