Graham Potter hefur hafnað því að taka við Leicester og ætlar sér að taka sér frí fram á sumar. Ýmsir miðlar á Englandi segja frá.
Potter var rekinn í gær líkt og Brendan Rodgers stjóri Leicester en Potter hafði starfað hjá Chelsea í nokkra mánuði.
Potter varð strax efsti maður á blaði Leicestern hann vill taka sér frí og tekur því ekki við.
Leicester leitar að stjóra til að bjarga sér frá falli en ákveðið var að reka Rodgers eftir tap um helgina og Leicester er nú í fallsæti.
Potter byrjaði tímabilið með Brighton en var keyptur til Chelsea þar sem hlutirnir gengu ekki upp.