Luis Enrique fyrrum þjálfari Spánar og Barcelona er samkvæmt enska blaðinu The Sun efstur á óskalista Chelsea til að taka við liðinu.
Chelsea ákvað í gær að reka Graham Potter úr starfi sínu sem stjóri liðsins eftir aðeins örfáa mánuði í starfi.
Þrátt fyrir að FC Bayern sé búið að reka Julian Nagelsmann úr starfi þarf Chelsea leyfi þýska félagsins til að fá hann, hann er enn á fullu kaupi hjá þýska félaginu.
Enrique náði frábærum árangri sem þjálfari Barcelona áður en hann hætti og fór að stýra Spáni.
Eftir Heimsmeistaramótið í Katar ákvað Enrique að láta staðar numið og hefur sagt frá því að hann hafi áhuga á því að starfa á Englandi.
Talið er að Chelsea muni gefa sér góðan tíma til þess að finna arftaka Potter sem náði aðeins nokkrum mánuðum í starfinu.