Gary Neville sérfræðingur Sky Sports telur að það rétta í stöðunni fyrir Chelsea sé að ráða Mauricio Pochettino til starfa. Todd Boehly eigandi Chelsea ákvað að reka Graham Potter úr starfi í gær.
Þessi nýi eigandi félagsins hefur því rekið bæði Potter og Thomas Tuchel úr starfi á þessu tímabili. Á sama tíma hefur Chelsea eytt verulegum fjárhæðum í leikmenn.
„Chelsea hefur eytt 600 milljónum punda og eiga bara eftir að versla framherja fyrir næstu þrjú árin,“ sagði Neville.
„Ef þeir fara í Zidane, Simeone eða Enrique þá þurfa þeir að eyða 300 milljónum punda í þeirra leikmenn.“
„Cheslea verður að ráða inn stjóra sem tekur þennan hóp sem er til staðar. Besti maðurinn í það verk af því að margir eru ungir að árum er Pochettino.“