Það virðist hlakka í Pierre-Emerick Aubameyang framherja Chelsea að búið sé að reka Graham Potter úr starfi hjá félaginu.
Framherjinn frá Gabon var ekki lengi að klína í „læk“ á færslu félagsins um að búið væri að reka potter.
Aubameyang var keyptur til Chelsea síðasta haust og var ætlað að raða inn mörkum fyrir Thomas Tuchel sem var þá stjóri liðsins.
Tuchel var rekinn örfáum dögum eftir að Aubameyang var keyptur frá Barcelona og Potter tók við. Aubameyang og Potter áttu aldrei skap saman
Potter setti Aubameyang út úr Meistaradeildarhópi Chelsea á dögunum og hefur helst ekki viljað spila framherjanum nema í algjörri neyð.
Potter var rekinn úr starfi í gær eftir afar slakt gengi en Chelsea leitar nú að eftirmanni hans.