Kristófer Kristinsson leikmaður hjá VVV Venlo í Hollandi er sagður á heimleið og mun spila í Bestu deildinni í sumar. Kristján Óli Sigurðsson hjá Þungavigtinni sagði frá.
Kristófer er 23 ára gamall en hann fór árið 2016 til Willem II í Hollandi en hann hefur flakkað á milli liða þar og farið til Frakklands og Danmörku.
Kristófer hefur spilað rúmar 300 mínútur með hollenska félaginu VVV Venlo í ár en liðið leikur í næst efstu deild.
Kristján Óli segir frá því að Valur og Stjarnan hafi bæði áhuga á að fá Kristófer en hann ólst upp hjá Stjörnunni.
Kristófer er sóknarmaður en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands.