Giftur enskur landsliðsmaður hefur greitt hjákonu sinni 20 þúsund og látið hana skrifa undir þöggunarsamning. The Sun segir frá.
The Sun getur ekki nafngreint manninn af lagalegum ástæðum en málið fær ítarlega umfjöllun á vef blaðsins.
Þar segir að þessi enski landsliðsmaður hafi borgað konunni 20 þúsund pund og látið hana skrifa undir þöggunarsamning.
Hann hafi haldið framhjá eiginkonu sinni reglulega og leigt þá hótelherbergi til þess að leggjast til rekkju með hjákonu sinni.
Hann fékk rándýran lögfræðing til að undirbúa þöggunarsamning og þrýsti svo á hjákonu sína að skrifa undir, má hún aldrei ræða samskipti þeirra við neinn.
„Það er algjör hryllingur fyrir konu að þola svona framkomu frá knattspyrnumanni, þar sem henni er ýtt út í horn og látin skrifa undir þöggunarsamning,“ segir Teresa Parker hjá Women’s Aid í Bretlandi.