Samkvæmt Manchester Evening News er Erik ten Hag stjóri Manchester United að undirbúa hreinsanir hjá félaginu í sumar.
Staðarblaðið í borginni segir frá því að hollenski stjórinn vilji halda áfram að hreinsa til í hópnum hjá sér.
Þannig segir í MEN að Alex Telles, Harry Maguire, Brandon Williams, Dean Henderson og Anthony Martial verði allir til sölu í sumar.
Blaðið segir einnig frá því að Jadon Sancho gæti verið til sölu í sumar. Ten Hag er sagður vera að fá alveg upp í kok af enska kantmanninum.
Sancho er á sínu öðru tímabili á Old Trafford en hefur mistekist að finna taktinn sinn hjá félaginu. Hann kostaði United 75 milljónir punda þegar hann kom frá Dortmund.
Fleiri leikmenn munu fara frá United en vitað er að Phil Jones yfirgefur félagið þegar samningur hans er á enda.