Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó í þetta skipti. Hann var í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþróttafrétta á Torgi.
Spá Fréttablaðsins fyrir Bestu deildina var til umræðu. Þar er Val spáð titlinum.
Benedikt er mikill stuðningsmaður liðsins. Máni ákvað að skjóta á hann og segja að síðasti Íslandsmeistaratitill Vals árið 2020 hafi verið stjörnumerktur þar sem tímabilinu var hætt fyrr vegna kórónuveirunna.
„Sá titill var stjörnumerktur. Það var Covid,“ segir Máni og hlær.
Benedikt tók til máls. „Ég fagnaði alveg þeim titli.“
Máni gaf ekkert eftir og hélt áfram.
„Ég er enn þá á því að sá titill er ekki marktækur.“
Umræðan í heild er hér að neðan.