Það hefur ekkert gengið hjá Eden Hazard síðan hann skrifaði undir samning við Real Madrid árið 2019.
Hazard var fyrir það stórkostlegur fyrir Chelsea á Englandi en hefur aldrei náð sömu hæðum á Spáni.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Hazard sem hefur aðeins spilað sjö leiki í öllum keppnum á tímabilinu.
Relevelo greinir nú frá því að Hazard hafi verið niðurlægður í æfingaleik með varaliði Real, Castilla.
Hazard ku ekki hafa verið í sama formi og aðrir leikmenn á vellinum og átti í erfiðleikum með að halda sama hraða.
Það eru sorgarfréttir fyrir marga en þessi 32 ára gamli leikmaður virðist eiga enga framtíð fyrir sér hjá Real.