Luke Shaw, leikmaður Manchester United, er búinn að ná samkomulagi við félagið um framlengingu á samningi sínum.
The Athletic fullyrðir þessar fréttir en Shaw verður samningslaus 2024 eða eftir aðeins eitt ár.
Man Utd ákvað að virkja klásúlu í samning Shaw í desember sem framlengdi samning hans um eitt ár til viðbótar.
Það var aldrei nóg fyrir félagið sem vill halda Shaw lengur og mun hann skrifa undir til 2027.
Shaw hefur spilað 35 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og er einnig enskur landsliðsmaður.