Paul Scholes, goðsögn Manchester United, viðurkennir að Jadon Sancho hafi ekki verið nógu góður síðan hann samdi við félagið 2021.
Sancho var einn heitasti biti Evrópu er hann gekk í raðir Man Utd en hann hafði áður leikið með Dortmund og kostaðu 71 milljón punda.
Sancho hefur aðeins skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í 63 leikjum hingað til og á í erfiðleikum með að vinna sér inn fast sæti.
,,Það er gríðarlega erfitt að vera inn og út úr liðinu í hverri viku og ná upp stöðugleika,“ sagði Scholes.
,,Hann hefur sýnt eigin gæði hér og þar og það sem við bjuggumst við. Hann hefur hins vegar ekki verið næstum eins góður og allir bjuggust við þegar hann kom frá Dormtund.“
,,Þetta gæti tekið hann smá tíma að aðlagast í ensku úrvalsdeildinni og hraðanum sem hún býr yfir.“