Það voru íslensk mörk í boði í Evrópu í dag en skorað var í Danmörku, Grikklandi og í Litháen.
Orri Steinn Óskarsson var hetja Sonderjyske í Danmörku er liðið vann 2-1 sigur á Vejle í B-deildinni þar í landi.
Orri kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma til að tryggja sigur.
Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrir Atromitos í Grikklandi sem mætti Levadiakos. Viðar kom inná sem varamaður og skoraði sitt sjötta mark til að tryggja jafntefli.
Árni Vilhjálmsson var þá á skotskónum fyrir Zalgiris í Litháen sem mætti Suduva.
Árni skoraði eina mark fyrri hálfleiks í 4-0 sigri úr vítaspyrnu en hann fór af velli í hálfleik.