Gary Neville, goðsögn Manchester United, segir að félagið hafi aðeins samið við sex heimsklassa leikmenn síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið 2013.
Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu félagsins og vann lengi með Neville sem spilaði í hægri bakverði.
Man Utd hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan Skotinn lét af störfum en virðist nú loksins vera á uppleið.
Erik ten Hag er við stjórnvölin hjá félaginu og er hann með fimm heimsklassa leikmenn í sínum röðum að sögn Neville.
Aðeins einn ‘heimsklassa’ leikmaður var fenginn til Man Utd síðan 2013 sem vinnur ekki með Ten Hag að söghn Neville og er það sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic.
Neville er þó á því máli að Casemiro, Bruno Fernandes, Christian Eriksen, Raphael Varane og Lisandro Martinez séu allir í heimsklassa en þeir spila fyrir félagið í dag.