Það er mögugleiki að stig verði tekin af Everton á þessu tímabili samkvæmt enskum miðlum.
Everton hefur verið undir rannsókn enska knattspyrnusambandsins undanfarna mánuði og vegna brot á fjárlögum ensku úrvalsdeildarinnar.
Samkvæmt Daily Mail þá gæti Everton verið refsað eins snemma og á þessu tímabili sem myndi líklega fella liðið niður um deild.
Everton hefur tapað alls 371 milljónpunda á þremur árum sem er mun meira en lögin leyfa eða 107 milljónir punda.
Everton hefur reynt að afsaka þessa eyðslu vegna byggingar á nýjum velli og vegna ástandsins er COVID heimsfaraldurinn var upp á sitt versta.
Óvíst er hversu mörg stig yrðu tekin af Everton sem er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.