Manchester City 4 – 1 Liverpool
0-1 Mo Salah(’17)
1-1 Julian Alvarez(’27)
2-1 Kevin de Bruyne(’46)
3-1 Ilkay Gundogan(’53)
4-1 Jack Grealish(’74)
Liverpool fékk skell í Manchester borg í hádeginu er liðið spilaði við núverandi Englandsmeistara, Manchester City.
Liverpool byrjaði leikinn virkilega vel en Mohamed Salah kom liðinu yfir snemma leiks eða eftir 17 mínútur.
Það tók Man City tíu mínútur að jafna metin en þá skoraði Julian Alvarez mjög laglegt jöfnunarmark.
Staðan var jöfn í hálfleik en heimamenn voru komnir í 3-1 eftir aðeins átta mínútur í þeim síðari.
Kevin de Bruyne byrjaði á því að koma þeim bláklæddu yfir og skoraði Ilkay Gundogan ekki löngu síðar.
Jack Grealish gerði svo út um leikinn fyrir Man City á 74. mínútu til að tryggja mikilvæg þrjú stig. Liðið er nú fimm stigum frá toppliði Arsenal.