Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur enga trú á því að Arsenal muni fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City er í öðru sæti og á leik til góða.
Arsenal er því með ansi góða forystu þegar liðið á eftir að spila tíu leiki en Man City fær erfitt verkefni í dag og leikur við Liverpool.
Cole segir að Arsenal eigi eftir að heimsækja bæði Man City og Liverpool og hefur enga trú á að félagið nái í stig úr þeim leikjum.
,,Ég er enn sannfærður um að Manchester City vinni deildina. Þeir eru með hvað, átta stiga forskot? Liverpool hefur ekki verið stöðugt og ég býst við að Man City vinni leikinn,“ sagði Cole.
,,Arsenal, já já. Þeir eiga eftir að fara bæði á Etihad og Anfield. Í hvert skipti sem ég sé Arsenal spila við Man City þá fá þeir kennslustund og þá meina ég alvöru kennslustund.“