Vincent Kompany stjóri Burnley er samkvæmt enskum blöðum sagður líklegur kostur fyrir Tottenham sem næsti stjóri liðsins.
Segir í umfjöllun enskra blaða í dag að Kompany hafi áhuga á að taka við starfinu.
Kompany hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína sem stjóri Burnley á þessu tímabili sem er hans fyrsta starf á Englandi.
Kompany er á leið upp í ensku úrvalsdeildina en liðið féll fyrir tæpu ári síðan en Kompany hefur tekist að snúa við gengi liðsins og koma Burnley upp.
Tottenham ákvað að reka Antonio Conte úr starfi á dögunum en félagið ætlar í sumar að ráða eftirmann hans.