Guðmundur Benediktsson segir að það hafi komið sér verulega á óvart að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og stjórn KSÍ ákvað að reka Arnars Þór Viðarsson úr starfi.
Guðmundur og Arnar höfðu eldað grátt silfur saman á dögunum eftir að Arnar Þór fór að ræða um málefni Alberts Guðmundssonar.
Meira:
Harðorð yfirlýsing frá Gumma Ben – Sakar Arnar um að ráðast á son sinn og gera lítið úr honum
Guðmundur er faðir Alberts en hann var verulega ósáttur með það hvernig Arnar tæklaði mál hans. „Já mjög, satt best að segja,“ sagði Guðmundur um stöðu mála og hvort það hafi komið á óvart. Ummælin féllu í Dr. Football.
„Ákvörðunin og tímasetningin i raun, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Guðmundur
Hjörvar Hafliðason sagði að það hafi verið hægt að hafa samúð með Arnari sem gekk í gegnum ýmislegt sem þjálfari.
„Hann fékk storminn í fangið, hægt að hafa samúð með honum,“ sagði Hjörvar Hafliðason.