Mason Greenwood vill snúa aftur á völlinn með Manchester United sem fyrst. Félagið hefur hins vegar sagt honum að það verði ekki fyrr en á næstu leiktíð í fyrsta lagi.
Mál gegn honum voru látin niður falla fyrr í vetur er sneru að meintu ofbeldi gegn kærustu sinni, Harriet Robson.
United skoðar nú málið innan sinna raða og hvort að endurkomuleið sé fyrir Greenwood.
Greenwood hefur ekki leikið með United síðan í janúar í fyrra en ekki er útilokað að hann snúi aftur á völlinn. Hann vill að það gerist sem fyrst en verður hins vegar að bíða þar til eftir sumarið hið minnsta.
Félagið ætlar að taka sér tíma í að taka ákvörðun um framtíð Greenwood, en sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við félög í Tyrklandi.
Á bak við tjöldin eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Greenwood eigi að fá að snúa aftur á völlinn með United.