Morten Beck, fyrrum leikmaður FH, áikvað að draga félagið fyrir dómstóla fyrr í mánuðinum.
Morten telur að FH skuldi sér 14 milljónir króna en hann samdi við félagið sem verktaki en hélt hann væri launamaður.
Í gær var svo greint frá því að FH þyrfti að standa við greiðslurnar eða ætti í hættu á að fara í eins árs félagaskiptabann.
Úrskurðurinn féll þar með Morten í vil en FH hefur ákveðið að áfrýja dómnum og gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld.
FH telur sig ekki skulda leikmanninum neinn pening og segist hafa staðið við allar greiðslur.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH: pic.twitter.com/kyIurAmxlj
— FHingar (@fhingar) March 31, 2023