fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Erlendir miðlar fjalla um málefni Arnars Þórs og margir botna ekkert í því

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. mars 2023 16:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðars­­son var í gær rekinn úr starfi lands­liðs­­þjálfara ís­­lenska karla­lands­liðsins í knatt­­spyrnu. Vanda Sigur­­geirs­dóttir, for­maður KSÍ segir að hún og stjórn KSÍ hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar væri rétti maðurinn í starfið.

Starfs­lok Arnars eru að vekja mikla at­hygli úti í heimi og eru greint frá tíðindunum í fjöl­miðlum víða í Evrópu. Er því helst slegið upp í fyrir­sögn í þeim miðlum að Arnar hafi verið rekinn eftir 7-0 sigur í síðasta leik sínum með liðið.

Er þar vitnað í annan leik Ís­lands í undan­keppni EM en síðasta lands­liðs­verk­efni liðsins snerist í kringum fyrstu tvo leiki liðsins í undan­keppninni.

Sá fyrri tapaðist nokkuð örugg­lega gegn Bosníu & Herzegovinu og virðist sem svo að kornið sem fyllti mælinn fyrir stjórn KSÍ hafi komið þar.

Portúgalski miðillinn SIC Notícias greinir Ís­land hafi rekið lands­liðs­þjálfara sinn, þremur mánuðum áður en liðið spilar á móti Portúgal.

Ís­land og Portúgal eru saman í riðli í undan­keppninni og mætast liðin þann 20. júní næst­komandi á Laugar­dals­velli.

Þá er vel fylgst með málum íslenska landsliðsins í nágrannalöndum Íslands

Fotbollskanalen greinir frá því að Arnar Viðarsson hafi fengið ,,sparkið“ þrátt fyrir 7-0 sigur.

Þá er málið einnig tekið fyrir á NRK, ríkis­fjöl­miðli Noregs, og er þar vitnað í yfir­lýsingu KSÍ varðandi starfs­lok Arnars. Sama er gert á danska knatt­spyrnu­vef­miðlinum Bold.dk.

Arnar Þór hefur mikla tengingu við Belgíu frá at­vinnu­manna­ferli sínum sem leik­maður sem og seinna meir þjálfari. Arnar var á sínum tíma á mála hjá Cerc­le Brug­ge sem leik­maður og seinna meir þjálfari.

Þá var hann einnig í þjálfara­t­eymi Lokeren og á einum tíma­punkti bráða­birgða­stjóri liðsins.

Fréttirnar af starfs­lokum hans fara því ekki fram hjá fjöl­miðlum í Belgíu. Nieuws­blad greinir frá því að gamal­kunnugt and­lit, Arnar Þór Viðars­son, hafi verið sagt upp störfum sem lands­liðs­þjálfari Ís­lands.

Þá er alþjóðlega fréttaveitan Reuters með puttann á púlsinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“