Birkir Bjarnason hefur skrifað undir hjá Víking í Noregi en samningi hans við Adana Demirspor í Tyrklandi var rift.
Birkir er 34 ára gamall en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins.
Birkir vildi rifta samningi sínum í Tyrklandi eftir jarðskjálfta sem reið þar yfir.
Birkir þekkir vel til hjá Viking en hann hóf feril sinn þar árið 2011.