Arnar Þór Viðarsson var látinn fara sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins fyrr í dag.
Íslenska landsliðið vann á dögunum sinn stærsta sigur í sögunni, 7-0 gegn Liechtenstein. Nokkrum dögum áður hafði liðið tapað 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þar var frammistaðan ekki upp á marga fiska en þó vantaði tvo lykilmenn.
Um fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024 var að ræða. Nýr landsliðsþjálfari mun því stýra Strákunum okkar í síðustu átta leikjum keppninnar. Í júní mætir Ísland Slóvakíu og Portúgal.
Hér að neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um málið á Twitter.
Vá, Vanda reif bara í gikkinn. Mad respect
— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) March 30, 2023
Okei semsagt nýr þjálfari fær einhverja 3-4 daga í undirbúning fyrir einn mikilvægasta leik liðsins í undankeppninni….verður athyglisvert að sjá hvernig það fer
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) March 30, 2023
Rauða spjaldið á lofti í Laugardalnum þessa dagana. HSÍ, KSÍ og KKÍ búin að rífa i gikkinn!
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 30, 2023
Vanda að koma vel á óvart, bjóst ekki við að KSI hefði þetta í sér.
þá er hægt að spyrja, afhverju í andskotanum að leyfa honum að fara inní þessa undankeppni ef hann var bara einu tapi frá því að vera rekinn?
Þetta er búið að vera hrossaskítur síðan hann tók við#fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) March 30, 2023
Sama hvað hverjum kann að finnast um Arnar Þór þá er þetta glórulaus tímasetning til að reka hann.
Stjórn KSÍ hefði átt að reka hann í nóvember ef staðan var svona. Nýr þjálfari fær 3 daga til að undirbúa lið fyrir stórleiki. Hefði átt að fá nokkra mánuði. Galið ðí raun.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 30, 2023
Fokkar ekkert í The Reyna family. 👑 pic.twitter.com/8M7Lw3RnFe
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) March 30, 2023
Er Arnar fyrsti landsliðsþjálfari sögunnar til að vera rekinn eftir 7-0 sigur?
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) March 30, 2023
Af hverju var ekki löngu búið að reka hann?? Einu keppnisleikirnir sem hann sigraði voru gegn fokkings Liechtenstein??? https://t.co/xIf72toFad
— Haffi (@HafOrn) March 30, 2023
Arnar Þór Viðarsson sacked as @footballiceland manager. Pretty mad that he's gone out on a 7-0 win but it seems the decision was made after the Bosnia performance. Feel for him, had an incredibly tough job, but probably the right time for fresh ideas.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) March 30, 2023
Persónulega myndi ég ráða þessa tvo til að taka við A-landsliðinu 🇮🇸
Öllu gríni slepptu samt, tímasetningin skrítin en mjög áhugavert. Næsti þjálfari fær drullu spennandi hóp upp til að vinna með! ⚽️ pic.twitter.com/lKeGXWw1F2
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) March 30, 2023
Jæja Vanda, bryddaðu upp á dönskuna þína. Við þurfum þennan kóng í Laugardalinn! pic.twitter.com/0K6Un0PD8h
— Freyr S.N. (@fs3786) March 30, 2023
Væri gaman að vita verðmiðann sem Víkingur og Breiðablik myndu setja á Arnar og Óskar ef Jói Kalli kostaði KSÍ 6.000.000 isk.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 30, 2023