Nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins mun byrja á vináttulandsleik gegn Mexíkó áður en næstu leikir í undankeppni EM 2024 ganga í garð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Eins og flestir vita var Arnar Þór Viðarsson látinn fara sem landsliðsþjálfari í dag. Liðið vann 7-0 sigur á Liechtenstein á dögunum í undankeppni EM en áður hafði liðið tapað 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu.
Meira
Vanda opnar sig um brottrekstur Arnars Þórs – Opinberar hvað gerði útslagið
Næstu leikir í undankeppninni eru 17. júní gegn Slóvakíu og 20. júní gegn Portúgal.
Fyrir það mun íslenska liðið hins vegar leika við Mexíkó í San Diego. Samningar varðandi þann vináttulandsleik eru langt komnar.
Nýr þjálfari mun því fá örlítið meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu gegn Slóvakíu og Portúgal en áður var haldið.
Meira
Þessir gætu tekið við íslenska landsliðinu eftir risatíðindi dagsins