Aðeins Arnar Þór Viðarsson er rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari karla en aðstoðarmenn hans halda allir starfi.
Þar á meðal er Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari liðsins sem ráðinn var til starfa fyrir ári síðan.
Arnar Þór Viðarsson var rekinn úr starfi í dag eftir rúm tvö ár í starfi, á ýmsu gekk utan vallar og á tímabili var Arnari bannað að velja hluta af leikmönnum vegna ásakanna um kynferðisbrot.
Íslenska liðið tapaði gegn Bosníu á fimmtudag í síðustu viku en vann sigur á Liechtenstein á sunnudag sem er stærsti sigur í sögu landsliðsins.
Stjórn KSÍ segir ákvörðunina hafa verið tekna í dag en ljóst er að tímasetning á brottrekstri Arnar er afar athylisverð.