fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Hákon Arnar útnefndur besti leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni – Sópaði einnig að sér öðrum eftirsóttum titli

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 13:47

Hákon Arnar Haraldsson er einn besti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn Hákon Arnar Haralds­son, leik­maður FC Kaup­manna­hafnar í Dan­mörku hefur verið valinn besti leik­maður mars­mánaðar í dönsku úr­vals­deildinni. Frá þessu var kunn­gert á sam­fé­lags­miðla­reikningum dönsku úr­vals­deildarinnar fyrr í dag.

Auk þess var Hákon Arnar valinn besti ungi leik­maður mánaðarins í deildinni en Skaga­maðurinn ungi fór á kostum í liði FC Kaup­manna­hafnar í mánuðinum sem nú er að líða.

FC Kaup­manna­höfn vann alla leiki sína í dönsku úr­vals­deildinni í mars og Hákon Arnar var á skotskónum í þeim öllum, skoraði þrjú mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði þrjú dauðafæri.

Hákon Arnar er að­eins 19 ára gamall og mesta efni ís­lenskrar knatt­spyrnu um þessar mundir, hann hefur nú þegar unnið sér leið inn í byrjunar­lið ís­lenska lands­liðsins sem og FC Kaup­manna­hafnar þar sem að hann á að baki 46 leiki og hefur í þeim leikjum skorað níu mörk og gefið sjö stoð­sendingar.

FC Kaupmannahöfn er sem stendur í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, einu stigi á eftir Nordsjælland sem situr á toppi deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands