Það göptu margir af undrun þegar að Robert Lewandowski, framherji spænska stórveldisins Barcelona birti mynd af sér berum að ofan á samfélagsmiðlum í gær. Lewandowksi er 34 ára gamall markahrókur af bestu gerð og virðist, af myndunum að dæma, leggja afar hart að sér til þess að halda sér í formi.
The Sun greinir frá en Lewandowski hefur verið á mála hjá mörgum af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og til að mynda unnið glæsta sigra með þýska stórveldinu Bayern Munchen.
Hann var keyptur yfir til Barcelona fyrir yfirstandandi tímabil og leikur nú lykilhlutverk hjá Börsungum sem eru í góðri stöðu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Að auki er Lewandowski fyrirliði pólska karlalandsliðsins og á að baki 140 A-landsleiki, í þeim leikjum hefur hann skorað 78 mörk.
View this post on Instagram