Mykhailo Mudryk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar frá því hann gekk í raðir Chelsea frá Shakhtar fyrir um 90 milljónir punda í janúar.
Mikil pressa var sett á kantmanninn 22 ára gamla þegar hann mætti á Stamford Bridge. Hann hefur hins vegar aðeins náð að leggja upp eitt mark frá komu sinni og ekki skorað.
Mudryk var spurður að því hvort upphafið á Englandi hafi verið erfitt.
„Ég myndi segja já við því. Það er mikil pressa en þetta er ekki í fyrsta skipti.“
Úkraínski landsliðsmaðurinn hefur ekkert á móti því að pressa sé sett á hann.
„Mér líkar við pressuna því einn daginn segir sá sem kallaði mig aumingja að ég sé sigurvegari.
Ég er sigurvegari. Tíminn mun leiða það í ljós.“