Pierre Emerick Aubameyang vill komast aftur til Barcelona og er til í að taka á sig launalækkun til að það takist.
Sóknarmaðurinn gekk í raðir Chelsea í sumar frá Börsungum en hefur engan veginn fundið taktinn á Nývangi. Aubameyang hefur skorað þrjú mörk í átján leikjum á Brúnni.
Það hefur verið mikið flakk á Aubameyang undanfarið. Hann hafði aðeins verið hjá Barcelona síðan í janúar í fyrra þegar hann sneri aftur til Englands í sumar. Hann var áður hjá Arsenal.
Hann gæti enn einu sinni fært sig um set í sumar. Barcelona vill fá kappann á eins árs lánssamningi.
Aubameyang var mættur að horfa á Barcelona gegn Real Madrid á dögunum. Féll það ekki vel í kramið hjá öllum hjá Chelsea.
Aubameyang er ósáttur hjá Chelsea og vill burt.