ESPN segir frá því að Marcus Rashford og Manchester United muni á næstu vikum setjast niður og reyna að ná samkomulagi um nýjan samning.
Samningur Rashford rennur út eftir rúmt ár en ESPN segir að Rashford vilji einbeita sér að því sem er að gerast innan vallar.
Segir í fréttinni að umboðsmaður Rashford og hans fólk muni sjá um viðræður við United.
Búist er við að mögulegar fréttir um eignarhald United hafi áhrif á ákvörðun Rashford sem hefur verið orðaður við PSG.
Það ætti að skýrast á næstu dögum hvort sala á United fari fram en Glazer fjölskyldan fer nú yfir tilboð sem bárust.
Rashford er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum og hefur borið sóknarleik United uppi, nánast einn síns liðs.
Sources close to Marcus Rashford insist he is focused on having a successful end to the season, but that representatives expect to progress with negotiations before the end of the campaign. [@RobDawsonESPN] #mufc
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 29, 2023