Mesut Özil lagði skóna á hilluna á dögunum. Í kjölfarið var rifjuð upp svakaleg saga af honum á Twitter-reikningnum The Upshot, sem og í enskum miðlum.
Özil gerði garðinn frægan hjá Arsenal og Real Madrid. Hann var síðast leikmaður Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.
Þá lék Özil 92 leiki fyrir þýska landsliðið.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, ræddi Özil eitt sinn við félaga sinn en klippa af samtalinu lak á alheimsnetið.
„Özil kom hingað 21 árs. Hann er þriðju kynslóðar Tyrki og var að uppgötva Madríd. Hann sendi kærustu sína í burtu og breytti um lífsstíl. Hann féll fyrir fyrirsæti í Mílanó. Hann átti einkaþotu svo hann flaug þangað, svaf hjá henni og kom til baka,“ segir Perez í samtalinu sem um ræðir.
„Einn daginn pirraði Özil Jose Mourinho (þá stjóra Real Madrid). Mourinho sagði í gríni: Özil, vitleysingur, leyfðu mér að segja þér eitt líkt og ég væri faðir þinn. Þessi stelpa sem þú ert að hitta hefur sofið hjá öllum hjá Inter og AC Milan, þar á meðal þjálfarateymum beggja liða.“
Özil endaði á því að yfirgefa fyrirsætuna.
When Mesut Ozil retired this week, the tributes flowed in.
Real Madrid heralded their "admiration and affection for one of our great players".
They certainly owe Ozil some kind words after their president Florentino Perez was caught spilling the beans on Mesut's sex life… pic.twitter.com/GgStSPuhpu
— The Upshot (@UpshotTowers) March 25, 2023