fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Spyrja sig hvort þetta sé svar KSÍ: Þyrftu að láta Arnar Þór fara – „Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 10:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Janne Andersson með sænska karlalandsliðið er talið í hættu. Því var velt upp í hlaðvarpsþættinum Dr. Football hvort KSÍ ætti ekki að taka upp tólið og bjóða honum íslenska landsliðsþjálfarastarfið ef hann verður laus.

Andersson reifst harkalega við sænskan fjölmiðlamann, Bojan Djordjic, eftir sannfærandi 5-0 sigur á Azerbaíjan um helgina.

Djordjic, fyrrum leikmaður Manchester United, ásamt öðrum sérfræðingum Viaplay, fékk Janne til sín í sett eftir umræddan landsleik og vildi Bojan fá svör við spurningum tengdum vali Janne á fyrirliða liðsins sem og litlum spilatíma Jesper karlsson. Þá sauð allt upp úr.

„Ef það væri faglegt starf í kringum landsliðið, væri Janne Andersson ekki á blaði hjá okkur?“ spyr Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson tók í sama streng. „Þetta er gæi sem myndi henta okkur fullkomlega ef maður horfir á hvernig sænska landsliðið er búið að spila undanfarin ár.“

„Það stendur Ísland á enninu á honum,“ skaut Hjörvar inn í.

Það er áfram pressa á landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni eftir landsleiki Íslands á dögunum. Liðið vann Liechtenstein 7-0 á sunnudag en hafði þar áður tapað illa, 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu.

„Nú þegar rykið er farið að setjast hugsar maður: Þetta var flottur sigur á móti Liechtenstein, fyrirliðinn var glæsilegur en maður getur ekki horft framhjá frammistöðunni í Bosníuleiknum án þess að velta fyrir sér hvað Arnór Ingvi Traustason var að gera í sexunni,“ segir Hjörvar.

„Hvað er í gangi þarna? Hafsentarnir í þessum leik segja ekki orð. Þú ert með fullvaxta karldýr í hægri bakverðinum. Þú vilt hafa stóru kallana þína fyrir miðju. Þetta er mjög skrýtið.“

Hrafnkell furðaði sig einnig á ákvörðun Arnars um að hafa Arnór Ingva einan djúpan á miðju gegn Bosníu.

„Ég hélt að það yrði einhver með honum. Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það

Ronaldo fékk undanþágu frá strangri reglu í Sádí Arabíu en óvíst er hvort Duran fái það
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart
433Sport
Í gær

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker

Ítalskir blaðamenn á einu máli um Walker
433Sport
Í gær

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli