Spænskir fjölmiðlar fara ekki mjúkum höndum um karlalandslið sitt eftir slæmt tap gegn Skotlandi í undankeppni EM 2024 í gær.
Liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Noregi á dögunum en 2-0 tap var niðurstaðan í Skotlandi.
Uppstillingin á liðinu þótti skrýtin hjá Luis de la Fuente í gær og er þjóðin allt annað en sátt við niðurstöðuna.
Spánn er nú með þrjú stig eftir tvo leiki í undankeppninni en Skotar eru með fullt hús.
„Hvert er planið?“ spyr Marca á forsíðu sinni.
„Hrun í Glasgow,“ segir í AS.
Sport er með einföld skilaboð: „Mislukkað.“