Nú eru í dreifingu myndir af treyju sem haldið er fram að sé aðaltreyja Arsenal fyrir næstu leiktíð.
Adidas framleiðir treyjuna eins og síðustu ár. Er hún rauð og hvít eins og alltaf en þessi eru með gulli í.
Arsenal er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og það er spurning hvort gullið verði á treyjunni ef liðinu tekst að siga Englandsmeistaratitlinum í hús.
Merki ensku úrvalsdeildarinnar, sem er á ermi allra treyja í deildinni, er í gulli hjá Englandsmeisturum hvers árs. Myndi merkið því passa vel við gullið í treyjunni ef Arsenal tekst ætlunarverk sitt.
Þess ber þó að geta að þetta er engan vegin staðfest treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð og þessu aðeins velt upp til gamans.
Myndir eru hér að neðan.
🚨 Further leaked images of Arsenal’s home kit for the 2023/24 season. [@iemadAFC] #afc pic.twitter.com/AfyP4rhCK5
— afcstuff (@afcstuff) March 27, 2023