Geoffrey Castillion framherjinn knái frá Hollandi mun ekki semja við Grindavík eftir að hafa slitið hásin á æfingu liðsins í gær.
Castillion var með Grindavík í æfingaferð en Kristján Óli Sigurðsson sagði fyrst frá.
Jón Júlíus Karlsson framkvæmdarstjóri Grindavíkur segir í samtali við 433.is að Castillion hafi haldið heim til Hollands í dag.
„Hann var á reynslu en sleit hásin á æfingu og fór heim til Hollands í morgun,“ segir Jón Júlíus.
Castillion hafði átt góða spretti hér á landi árum áður með bæði Víkingi, FH og Fylki en Grindavík leikur í Lengjudeildinni.
Castillion sleit hásin á fyrstu æfingu með Grindavík á Spáni. Úffffff sagt með Mækara rödd.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 29, 2023