Arsenal telur sig vera að leiða kapphlaupið um Declan Rice og telja forráðamenn félagsins góðar líkur á að hann klæðist rauða litnum í sumar. London Evening Standard segir frá.
Fjallað er um málið í staðarblaðinu í London en enski landsliðsmaðurinn vill burt frá West Ham í sumar.
Arsenal hefur undanfarna mánuði verið að eltast við Rice og virðist enski landsliðsmaðurinn færast nær liðinu.
Rice er einnig undir smásjá Manchester United og Chelsea en forráðamenn Arsenal telja sig vera að hafa betur.
Rice er varnarsinnaður miðjumaður sem mun veita á Thomas Partey samkeppni á miðsvæði Arsenal á næstu leiktíð, ef af verður.