Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að semja við Alex Oxlade-Chamberlain miðjumann Liverpool. Enska blaðið Mirror segir frá.
Samningur Oxlade-Chamberlain við Liverpool er á enda í sumar og er öllum ljóst að rauða liðið í Liverpool mun ekki framlengja samning hans.
Brighton, Aston Villa og Newcastle hafa samkvæmt Mirror öll látið vita af áhuga sínum á að semja við enska miðjumanninn.
Oxlade-Chamberlain er 29 ára gamall, hann ólst upp hjá Southampton og hélt svo til Arsenal. Þar átti hann góða tíma áður en Liverpool keypti hann.
Oxlade-Chamberlain hefur hjá Liverpool aldrei náð takti en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans.