Brandon Williams leikmaður Manchester United hefur verið gómaður að fá sér hippakrakk úr blöðru. Williams var í bíl þegar mynd náðist af honum.
Það er ansi umdeilt að leikmenn í enska boltanum sé að taka svona inn en Raheem Sterling hefur einnig verið gómaður við þetta.
Um er að ræða nituroxíð sem sett er í blöðru og það síðan tekið inn. Oft er þetta nefnt sem hláturgas.
Williams hefur ekkert spilað með Manchester United á þessu tímabili en hann verður líklega seldur í sumar.
Ljóst er að svona hegðun mun ekki hjálpa Williams að sannfæra Erik ten Hag um að spila sér en bakvörðurinn hefur upplifað erfiða tíma innan vallar.