U19 karla vann glæsilegan 1-0 sigur gegn Englandi í milliriðlum undankeppni EM 2023 um helgina.
Þetta var annar leikur liðsins í riðlinum, en Ísland hafði áður gert 2-2 jafntefli gegn Tyrklandi. Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands í leiknum af vítapunktinum.
Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudag í síðasta leik sínum í riðlinum, en sá leikur hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma