Þýski vefmiðillinn Bild greinir frá því í dag að leikmannahópur Bayern Munchen sé ekki á eitt um ákvörðun forráðamanna félagsins um að segja Nagelsmann upp störfum.
Leikmenn á borð við Manuel Neuer, Sven Ulreich, Serge Gnabry, Leroy Sane, Jamal Musiala, Joao Cancelo og Sadio Mane hafi ekki verið ánægðir undir stjórn Nagelsmann á meðan að aðrir leikmenn hafi verið ánægðir með það sem var í gangi.
Nagelsmann var sjálfur í fríi í Austurríki þegar að fjölmiðlar greindu frá vendingunum. Hann las um það sem var í gangi í fjölmiðlum og hafði ekkert heyrt frá forráðamönnum Bayern Munchen.
Hann var síðan kallaður á fund í höfuðstöðvum félagsins á föstudaginn síðastliðinn og í kjölfarið sagt upp störfum. Forráðamenn Bayern Munchen höfðu þá nú þegar fundið eftirmann hans í starfi, Þjóðverjann Thomas Tuchel.