Avram Glazer einn eiganda Manchester United vill ekki selja félagið, segir Daily Mail að Avram hafi aðeins vilja skoða markaðinn.
Viðræður um sölu á Manchester United hafa staðið yfir síðustu vikur og eru enn í gangi.
Glazer hefur sett sex milljarða punda verðmiða á United en ekki er talið að neinn aðili sé klár í að borga það.
Glazer fjölskyldan á United og vill hluti af fjölskyldunni selja félagið en ekki Avram og Joel bróðir hans.
Möguleiki er á að fjárfestingarsjóðurinn, Elliott Management komi inn en að Glazer fjölskyldan haldi meirihluta eign í félaginu.
Sir Jim Ratcliffe og Sheik Jassim hafa báðir sýnt félaginu mikinn áhuga og hafa lagt fram formlegt tilboð í félagið.