Tottenham rak í gær Antonio Conte úr starfi sínu sem stjóra liðsins. Liðið skoðar nú hvaða mann skal ráða í hans starf.
Christian Stellini sem var aðstoðarmaður Conte mun stýra Tottenham út tímabilið.
Julian Nagelsmann og Mauricio Pochettino eru líklegastir til að taka við liðinu samkvæmt veðbönkum.
Nagelsmann var rekinn úr starfi sínu hjá Bayern um helgina og er sagður hafa áhuga á að taka við. Pochettino var rekinn frá PSG síðasta sumar og hefur áhuga á starfinu.
Pochettino var áður stjóri Tottenham og var vel liðinn hjá félaginu. Samanburður á þeim er hér að neðan.