FC Bayern reynir nú að klófesta Anthony Barry sem er virtur þjálfari hjá Chelsea. Telegraph fjallar um málið.
Forráðamenn Chelsea eru þó ekki sáttir með málið því Thomas Tuchel stjóri Bayern sagi frá áhuganum opinberlega.
Tuchel var rekinn frá Chelsea síðasta haust en Barry og hann náðu afar vel saman.
Flestir af þeim sem störfuðu með Tuchel hjá Chelsea eru komnir með honum til Bayern en hann vill einnig fá Barry.
„Við vonum til að fá Anthony Barry sem er hjá Chelsea,“ sagði Tuchel sem tók við Bayern um helgina.